Ungbarnanuddnámskeið og einkatímar eftir pöntunum í sumar. Finnum hentugan tíma fyrir ykkur

IMG_1269

 

Námskeiðið er í fjóra fimmtudaga frá kl. 13.00-14.00.  Einnig hægt að panta einktíma.

Ungbarnanudd eykur m.a. jákvæða tengslmyndun barna og foreldra, hjálpar  barninu að losa um spennu og ónot í maga, bætir svefn og líðan barnsins.  Það örvar blóðrásina (sem er gott fyrir kaldar hendur og fætur). Hvetur til samhæfingar vinstri og hægri heilahvels með teygjum og samhæfandi æfingum sem flest börn eru mjög hrifin af. Fyrstu tvö skiptin kenni ég foreldrum meðhöndlun fóta, maga og brjóstkassa og í seinni tíamanum rifjum við upp og förum í handleggi, andlit og bak ,ásamt teygju- og samhæfandi æfingum. Foreldrar fá möppu með góðum skýringum og æfingarmyndum ásamt nuddolíu fyrir barnið.

Verð fyrir 4ja vikna námskeið kr. 16.000.

Einkatímar 1- 2 börn í 2 til 3 skipti, verð kr. 14.000

Ath! aðeins 6 börn í hóp en báðir foreldrar eru velkomnir. Fagmenntaður kennari með  yfir 28 ára reynslu.

Netfang: thorgunna.thorarinsdottir@gmail.com og símanr. 896-9653.

Nýtt heimilisfang: Ástu Sólliljugötu 7  2 hæð  270 Mosfellsbæ. Rétt fyrir ofan Kvosina í nýja Helgalands hverfinu.

Comments are closed.