Nám í Svæða-og Viðbragðmeðferð fornám áætlað april nk.

SVÆÐANUDDSKÓLI ÞÓRGUNNU er einkarekin kvöldskóli síðan 1992.

                       Hefurðu áhuga á að vinna sjálfstætt í gefandi starfi
Svæðameðferðarnámið  er 24 mánaða nám, kennsla eitt kvöld í viku frá 17.00- 20.00. Frí sumarmánuðina júní,  júlí, ágúst og frá miðjum desember fram til 15 janúar og í 2 vikur um páska.

Fornámið sem er grunnkennsla í svæðanuddtækni á viðbragðssvæðum fóta, sögu og meðferð ca. 24 svæða þar sem tveir meðhöndla hvor annan. Fornámið er fyrsti mánuður námsins og er hægt að taka hann sér og nýta fyrir sjálfan sig og fólkið sitt eða halda áfram og fullmennta sig sem Svæða- og Viðbragðsfræðingur.

Námið er viðurkennt af BIG (bandalagi ísl. græðara) og gefur þér möguleika á að geta starfað sjálfstætt í fullu starfi eða í hlutastarfi. Námið er niðurgreitt af flestum stéttarfélögum. Verð fyrir námið er núna kr. 720.000 og er boðið upp á mánaðar greiðsludreifingu sem er  30.000 kr  á mánuði

Ath ! Aðeins 6 manns í hóp.

Nánari upplýsingar og bókanir í síma  896-9653 og á netfangið thorgunna.thorarinsdottir@gmail.com 

Heimilisfang: Svæðanuddskóli Þórgunnu. Uglugötu 38  270 Mosfellsbæ / rétt fyrir ofan Kvosina /Álafoss í nýja hverfinu undir Helgafelli. 

IMG_1287

Comments are closed.