Svæðameðferðarskóli Þórgunnu

Svæðameðferð er áhrifarík heildræn meðferð . Í heildrænum lækningum er litið á líkamann sem eina heild. Þ.e.a.s. stóra myndin skoðuð. Orsök og afleiðing núverandi veikinda. Tímasetnig og staðsetning verkja. Andleg líðan. Hreyfing og mataræði skoðað. Fjölskyldusagan fyrr og nú. Markmið og lækningaaðferðir sem henta til að jafnvægi náist sem best.

Lífsorkan flæðir um okkur og í gegnum hana tengjumst við lífsorkunnui í okkar nánasta umhverfi. Orkunni frá sólinni, tunglinu, loftinu, vatninu og  jörðinni. Án lífsorkunnar er ekkert líf.

Svæðameðferð eins og Nálastungumeðferð eflir orkukerfið sem styður batakerfi líkamans og kemur smám saman á alhliða jafnvægi og vellíðan í líkamanum. Orkukerfið, blóðrásarkerfið, sogæða- og ónæmiskerfi eflast smám saman og nuddþegi finnur fyrir djúpri slökun vegna jákvæðra áhrifa sem svæðanudd hefur á taugakerfið. Meðferðin er markvisst þrýstipunktanudd á svæðanuddpunkta á svæðum fóta /handa og einnig er unnið með áhrifaríka þrýstinuddpunkta á orkurásum líkamans. Margir fá ótrúlaegan bata eftir aðeins fá skipti. Ef einkenni eru nýtilkomin eins og t.d. bakverkir,  blöðrubólga, vandamál með þvagteppu vegna bólgu í blöðruhálskirtli lagast oft eftir 2-4 skipti en einkennin sem hafa ná að hreiðra um sig í mánuði, ár eða lengur þarf mun fleiri tíma, en eftir 5 skipti fer fólk oft að finna mun. Verkir minnka, þvaglát verða reglulegri, svefn betri og smá saman nær líkaminn jafnvægi á ný sem er gott að viðhalda með því að koma í tíma á hálfs mánaða fresti.

Um námið

Nám í svæðameðferðarskóla Þórgunnu er um ca. 900 kennslustundir í formi bóklegrar og verklegrar svæðameðhöndlunar fóta og handa, orkubrauta- og orkupunktakennslu, sjálfsnudd, verkefnagerðar (heimanáms) og.fl.. Einnig æfa nemendur sig heima í svæðameðferð vikulega og skila heilsufarskýrslum af nuddþegum sínum eftir verklegt próf.

Nemendur  þurfa að ljúka bóklegu námi sem svarar til 31 eininga eða 900 kennslustunda á heilbrigðissviði fjölbrautaskólanna, sem gerir þá samtals um 1800 kennslustundir.

Eftirfarandi er nánari lýsing á náminu.

1. Fornám fyrsta áfanga

KYNNING Á NÁMINU Í HEILD. KYNNING Á SVÆÐAMEÐFERÐ. SÖGU, VIRKNI, SAMTENGINGU LÍFFÆRA- OG LÍKAMSHLUTA VIÐ VIÐBRAGÐSSVÆÐIN. KENNSLA Í UPPHITUN FÓTA, NUDDAÐFERÐUM OG NUDDTÆKNI ( ca. 27 svæði nudduð ). SÝNIKENNSLA Í OLÍUNUDDI, BLÁÆÐAPUMPU OG SLÖKUN MEÐ ÞRÝSTINGI Á SÓLARPLEXUS ( sem er taugasvæði sem hefur slökunar áhrif á kviðarhol).

 

2. Hluti

FARIÐ Í VARÚÐAR- OG ÁHÆTTUATRIÐI, VIÐBRÖGÐ HJÁ NUDDÞEGA Á MEÐAN MEÐFERÐ STENDUR, Á MILLI MEÐFERÐA, VARHUGAVERÐ VIÐBRÖGÐ OG SÉRSTAKAR HJÁLPARAÐGERÐIR GAGNVART ÞEIM.

SÉRSTÖK  DÖNSK SLÖKUNARTÆKNI KENND, ÞAR SEM LÍKAMINN ER TEYGÐUR / SLAKAÐUR OG LAGÐUR TIL FYRIR MEÐHÖNDLUN.

LÍKAMSKERFIN( eins og innkirtlakerfi, meltingakerfi) KYNNT OG NUDDAÐ EFTIR ÞEIM.

VIKULEG HEIMAVERKEFNI ÚT NÁMSTÍMAN BYRJA,  EINNIG VERKLEGAR ÆFINGAR Á NUDDÞEGUM.

GAIT PRÓF ( Kennsla í mælingu fóta til að athuga hvort annar fótur geti verið styttri en hinn. Síðan er meðhöndlað með sérstökum þrýstipunktum og fætur mældar aftur. Virkar oftast mjög vel.

VERKLEGT PRÓF Í NUDDHÆFNI.

 

3. HLUTI

 LÍKAMSKERFIN MEÐHÖNDLUÐ ÁFRAM OG KYNNING Á HUGMYNDAFRÆÐI TAÓISMA  OG KÍNVERSKRAR LÆKNISLISTAR UM ANDSTÆÐU PÓLANA YIN OG YANG  OG FRUMÞÆTTINA  FIMM.  VIÐ, ELD, JÖRÐ, MÁLM OG VATN.

KENNSLA Í ORKURÁSUM OG MIKILVÆGUM ÞRÝSTIPUNKTUM SEM GAGNAST VEL MEÐ SVÆÐAMEÐHÖNDLUNNI.

PRÓF Í ORKURÁSUM OG FRUMÖFLUM ÞEIRRA. HEILSUFARSSKÝRSLA KYNNT OG TEKIN Í NOTKUN. ÁFRAMHALDANDI HEIMVERKEFNI OG VERKLEGAR ÆFINGAR ÁSAMT HEILSUSAMLEGUM RÁÐLEGGINGUM FYRIR KOMANDI NUDDÞEGA.

 

4. HLUTI

ÁFRAMHALDANDI HEILSUFARSSKÝRSLA OG SVÆÐAMEÐHÖNDLUN Í SKÓLANUM OG HEIMA ÁSAMT VERKEFNAGERÐ.

KENNSLA Í MIKILVÆGUM ÞRÝSTI PUNKTUM OG AÐALPUNKTUM ORKURÁSA.

VIÐBRAGÐSSVÆÐI HANDA KYNNT OG TEKIÐ Í NOTKUN.

PRÓF Í ÞRÝSTIPUNKTUM OG HANDASVÆÐUM.

 

5. HLUTI

FÍNPÚSSNING OG UPPRIFJUN Á NÁMSEFNINU. ÁFRAMHALDANDI HEIMAVERKEFNI, HEILSUFARSSKÝRSLA, SVÆÐAMEÐHÖNDLUN, ÞRÝSTIPUNKTANUDD.

SJÚKDÓMSEINKENNI FRÁ A-Ö OG SVÆÐAMEÐHÖNDLUNARPLÖN OG ÖNNUR HEILDRÆN PLÖN KYNNT. (fjallað um algenga sjúkdóma  og vinnuplön við viðkomandi sjúkdómseinkennum notuð, þá er unnið markvisst með svæðameðhöndlunarpunkta og líkamskerfi, þrýstipunkta og svo eru heildræn ráð gefin sem gott væri að nýta sér samhliða svæðameðferðinni).

NUDDÞEGAR UTANFRÁ TEKNIR INN Í MEÐFERÐ Í 7-10 SKIPTI OG AÐ LOKUM ER VERKLEGT PRÓVERKEFNI MEÐ NUDDÞEGA OG SKRIFLEGT PRÓF.

FYRIRLESTRAR UM HEILDRÆNA HEILSU, UM VÍTAMÍN, STEINEFNI.  SNEFILEFNI OG FÆÐUBÓTAREFNI, UM HÓMÓPATÍU, ORKUSTÖÐVAR , NÁLASTUNGU OG FL. ER BÆTT INN Í NÁMIÐ TIL KYNNINGAR OG FRÓÐLEIKS Á ÖÐRUM HEILDRÆNUM MEÐFERÐUM.

 

 

 Námið spannar yfir 5 annar eða 24 mánuð. Sumarfrí júní, júlí og ágúst. Jólafrí er tvær síðustu vikur í desember – tvær fyrstu í janúar og páskafrí í 2 vikur. Fyrsti mánuður sem er fornám, er opin kynning á svæðameðferð, virkni, tækni og á námsefni þannig að nemendum gefst kostur á að kynnast svæðanuddi, námsefni og kröfum áður en þeir skuldbinda sig um framhaldsnám í næstu 23 mánuði. Einnig er boðið upp á mánaðargreiðsludreifingu.svæðanuddnemendur æfa sigNý útskrifaðir nemendur 2014    Útskriftarhópur 2014. Gunnar, Diljá, Inga Lilja, Anna Steinunn og Kári. Magdalenu vantar inná mynd.

Svæðameðferðarskóli Þórgunnu er kvöldskóli með eingöngu 6 nemendur í bekk. Kennsla fer fram eitt kvöld í viku frá 18:00-21:00 og bóklegt heimanám og verklegt svæðanudd ásamt heilsufarsskýrslugerð skilað vikulega.

Skólinn er viðurkenndur af  að BIG (bandalagi íslenskra græðara ). Nýir nemendur teknir inn að vori /hausti. Nánari uppl.  hjá Þórgunnu í síma 5521850 – 8969653 best milli 10:30 – 11.30.