Yngjandi andlitsnudd og indverskt höfuðnudd. Næstu námskeið verða 4ja- og 11 nóvember n.k.

Andlits- og höfuðnudd, er létt slökunarnudd með sérblönduðum lífrænum ilmkjarnaolíum á andlit háls og herðar, ásamt djúpnuddi á höfuðsvæði.

Sjálfsnudd kennsla í punktanuddi á andlit-, háls, bringu og hendur, sem virkar sérlega vel á húðina og misfellur eins og poka undir augum og hrukkur. Er í senn fyrirbyggjandi og endurnærnadi (byggir upp vöðva í andliti) og hefur bætandi áhrif á orkukerfi líkamans. Einnig er kennt indverskt höfuð-, herða- og baknudd utan yfir föt. Faglærður kennari með yfir 30 ára reynslu.

Andlits- og höfuðnuddnámskeið er dagsnámskeið frá kl. 11.00 – 15.00