Hómópatía

Lærðu að nota hómópatískar remedíur. Nú þegar hægt er að fá hómópatískar remedíur í apótekum, heilsuhúsinu og yggdrasil er tilvalið að læra undirstöðuaðriði í hómópatíu til sjálfshjálpar. Í Heilsusetrinu er af og til boðið upp á dags- og helgarnámskeið þar sem farið er í grundvallaratriði hómópatíu, aðferðarfræði og helstu remedíur við algengum kvillum kynntar . Þeir sem eru hlynntir því að nota náttúrulegar og öruggar aðferðir í stað hefðbundinna lyfja við minniháttar heilsufarsbrestum s.s. höfuðverk, tíðaverkjum, tíðahvörfum, kvefi, hálsbólgu, svefnleysi, flensu, tognun, í fæðingu og eftir fæðingu o.fl. eru hvattir til þess að taka málin í sínar hendur og læra að nota hómópatíu til heimabrúks. Ath! sérsniðin námskeið fyrir 6-10 manna hópa td. foreldra ungbarna, ljósmæður, sjúkraþjálfara, íþróttafræðinga og fl.

Sjá grein um hómópatíu.