Ungbarnanudd

Kennsla í ungbarnanuddi er 4ja vikna námskeið fyrir foreldra barna á aldrinum 1-10 mánaða. Kennsla fer fram eina klst. á viku og eru foreldrar hvattir til að æfa heima daglega.

Foreldrar læra að nudda barnið sitt með olíu stig af stigi frá tám að hvirfli. Strokurnar sem virka nærandi og slakandi eru m.a. hringlaga sólarstrokur og indverskar og sænskar mjólkandi strokur ásamt kínversku svæðanuddi á iljar. Ungbarnanudd gefið af alúð er undursamleg leið til þess að tengjast barninu sínu nánar og hjálpa því að losa um spennu, vindverki, að sofa betur og auka vellíðan þess andlega og líkamlega. Nýjustu rannsóknir sýna að ungbarnanudd bætir og hraðar almennt tauga-og heilaþroska, líkamsvexti, hormóna- og frumustarfi ungbarna.